Þjóðskrá26. janúar 2018

Stofnun hjúskapar og lögskilnaðir 2017

Á síðasta ári stofnuðu 4.015 einstaklingar til hjúskapar sem er tæplega 21% aukning frá árinu 2016

Á síðasta ári stofnuðu 4.015 einstaklingar til hjúskapar sem er tæplega 21% aukning frá árinu 2016. Met var slegið í skráningu hjúskapar á síðasta ári og hefur verið stöðug aukning frá 2014. Þess má geta að síðasti „toppur“ í skráningu hjúskapar var árið 2007 þegar 3.840 einstaklingar skráðu sig í hjúskap. Skráningu í hjúskap fækkaði töluvert næstu ár á eftir. 

Lögskilnaðir tengjast óneitanlega hjúskap. Árið 2017 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir í þjóðskrá og var það aukning um 57 frá árinu áður eða um 4%. Aldrei hafa fleiri lögskilnaðir verið skráðir en árið 2017, en árið 2016 var einnig metár.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar