Þjóðskrá19. febrúar 2018

Breytt verklag við stofnun fasteigna

Þjóðskrá Íslands hefur tekið upp breytt verklag við móttöku umsókna fyrir stofnun fasteigna

Þjóðskrá Íslands hefur tekið upp breytt verklag við móttöku umsókna fyrir stofnun fasteigna. Nýtt verklag felst í því að allar umsóknir um stofnun nýrra fasteigna skulu sendar með rafrænum hætti í gegnum vef Þjóðskrár Íslands og á sama tíma skal gengið frá greiðslu. Fyrst um sinn gildir þetta þó ekki ef nýja fasteignin er ný landeign og skal þá áfram fylla út eyðublað F-550.

Umsókn um skráningu fasteigna í fasteignaskrá, má finna undir Umsóknir á skra.is og kemur í stað eldra eyðublaðs sem bar sama nafn, sjá eyðublað, F 551

Athygli er jafnframt vakin á því að ný gjaldskrá tók gildi 1. febrúar 2018 með reglugerð nr. 11/2018. Gjald fyrir stofnun fasteigna frá og með 1. febrúar 2018 er kr. 34.000.

 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar