Þjóðskrá22. febrúar 2018

Hvar búa Íslendingar í útlöndum?

Alls eru 46.572 íslenskir ríkisborgarar með skráða búsetu í útlöndum.

Alls eru 46.572 íslenskir ríkisborgarar með skráða búsetu í útlöndum. Flestir eru búsettir í Danmörku eða alls 10.628 einstaklingar. Næst flestir eða 9.556 einstaklingar búa í Noregi.

Flestir íslenskir ríkisborgarar sem búsettir eru í útlöndum búa á Norðurlöndum eða 62,8%. Utan Norðurlanda búa 37,2%.

Þess má geta að í 20 ríkjum er aðeins einn íslenskur ríkisborgari með skráða búsetu samkvæmt gögnum Þjóðskrár Íslands. Þetta eru meðal annars Sambía, Albanía, Gínea, Gana, Belís, Mongólía og Papúa Nýja-Gínea. 

Íslenska ríkisborgara er að finna í alls 118 ríkjum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.   

         

 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar