Skimunarsaga frá Krabbameinsfélaginu á mínum síðum Ísland.is

22.02.2018

Skimunarsaga frá Krabbameinsfélaginu á mínum síðum Ísland.is

Konur geta nú skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á mínum síðum Ísland.is. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands. Sjá nánar frétt Krabbameinsfélags Íslands.  


Til baka