Þjóðskrá29. júní 2018

Heildarlög um Þjóðskrá Íslands

Ný lög um Þjóðskrá Íslands voru samþykkt á Alþingi 7. júní síðastliðinn.

Ný lög um Þjóðskrá Íslands voru samþykkt á Alþingi 7. júní síðastliðinn. Lögin, sem ramma inn starfsemi stofnunarinnar, taka gildi 1. september næstkomandi.

Helsta réttarbót laganna um Þjóðskrá Íslands er sú að nú má finna á einum stað yfirlit yfir öll verkefni stofnunarinnar, yfirstjórn, skipulag og gjaldskrárheimildir.

Þjóðskrá Íslands sér fyrst og fremst um tvær af megingrunnskrám ríkisins, þjóðskrá og fasteignaskrá, gefur út vegabréf og nafnskírteini, kjörskrárstofn o.fl. Lögin munu ekki leysa af hólmi einstök sérlög sem stofnunin vinnur eftir svo sem lög um skráningu og mat fasteigna, lög um lögheimili og aðsetur, lög um þjóðskrá og almannaskráningu, lög um vegabréf o.fl. Lögð er áhersla á að Þjóðskrá Íslands skuli með starfsemi sinni gæta upplýsinga um einstaklinga og fasteignir með því að safna, varðveita, uppfæra og miðla þeim upplýsingum á öruggan hátt.

Lög um Þjóðskrá Íslands hafa nú verið birt í Stjórnartíðindum og  munu, sem fyrr segir, taka gildi þann 1. september nk. ásamt reglugerð um stofnunina sem er í smíðum í ráðuneytinu. Hún verður kynnt fljótlega í samráðsgátt stjórnarráðsins. 

Lög um Þjóðskrá Íslands, nr. 70/2018

 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar