Þjóðskrá15. október 2018

Skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög í október 2018

Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062

Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%.  

Á sama tímabili fjölgaði mest í kaþólska söfnuðinum um 377 manns eða um 2,8%. Í Siðmennt fjölgaði félagsmönnum um 370 manns eða um 16,2%. 

Félagsmönnum fækkaði hlutfallslega mest í trúfélaginu Zuism eða um 161 mann sem er  8,3% fækkun. Nú eru 1.936 manns skráðir í trúfélagið.  

Alls eru 24.501 einstaklingur skráður utan trú- og lífsskoðunarfélaga 1. október sl. og fjölgaði þeim um 1.959 frá 1. desember eða um 8,7%. 

Hér má sjá fjölda þeirra sem skráðir eru í trú- og lífsskoðunarfélög í þjóðskrá.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar