Þjóðskrá19. nóvember 2018

Stofnun hjúskapar og lögskilnaðar í október 2018

Af þeim 162 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í október gengu 78 í hjúskap hjá sýslumanni eða 58% og 58 giftu í þjóðkirkjunni (38,7%), 18 einstaklingar gengu í hjúskap í trúfélagi utan þjóðkirkju og 8 einstaklingar giftu sig erlendis.

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands stofnuðu 162 einstaklingar til hjúskapar í október en 85 einstaklingar skildu.

Hjúskapur

Af þeim 162 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í október gengu 78 í hjúskap hjá sýslumanni eða 58% og 58 giftu í þjóðkirkjunni (38,7%), 18 einstaklingar gengu í hjúskap í trúfélagi utan þjóðkirkju og 8 einstaklingar giftu sig erlendis.

Alls gengu 3.950 manns í hjónaband á síðasta ári og var það metár. Það sem af er þessu ári þá hafa 3.251 gengið í hjónaband. Þess má geta að hlutur Þjóðkirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi hin síðari ár.  Um aldamót var hlutur Þjóðkirkjunnar rúmlega 71% en er á yfirstandandi ári kominn niður fyrir 50%.  Á sama tímabili jókst hlutur hjónavígsla hjá sýslumanni úr rúmlega 13% í rúmlega 31% og hlutur annarra trúfélaga úr 7% í 15,3%. 

Skilnaðir

Af þeim 85 einstaklingum sem skildu í október þá var 81 lögskilnaður framkvæmdur hjá sýslu-manni, 4 fyrir dómi og 2 lögskilnaðir voru framkvæmdir erlendis. 

 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar