Þjóðskrá06. desember 2018

Skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög í desember 2018

Alls hefur skráðum í Þjóðkirkjuna fækkað um 2.419 manns síðastliðna tólf mánuði. Þann 1. desember sl. voru 232.672 einstaklingar skráðir í Þjóðkirkjuna miðað við 235.091 fyrir ári. Þetta er fækkun uppá 1,0%.

Alls hefur skráðum í Þjóðkirkjuna fækkað um 2.419 manns síðastliðna tólf mánuði. Þann 1. desember sl. voru 232.672 einstaklingar skráðir í  Þjóðkirkjuna miðað við 235.091 fyrir ári. Þetta er fækkun uppá 1,0%. 

Fjölgun mest í kaþólska söfnuðinum og Siðmennt

Á sama tímabili fjölgaði í kaþólska söfnuðinum um 512 manns eða um 3,8% og í Siðmennt um 536 manns eða um 23,5%. Umtalsverð aukning var einnig í Ásatrúarfélaginu eða um 400 manns sem er 9,9%. Þess má geta að mest hlutfallsleg aukning var í Stofnun múslima á Íslandi eða um 122,1%  sem er fjölgun um 105 meðlimi en í dag er 191 félagi í trúfélaginu.

Fækkar hlutfallslega mest í Zuism

Félagsmönnum fækkaði hlutfallslega mest í trúfélaginu Zuism eða um 306 manns sem er 15,8% fækkun.  Í trúfélögunum Íslensk kristin þjóð og Bænahúsinu var einnig talsverð hlutfallsleg fækkun félagsmanna. 

Fjölgar hjá þeim sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga

Alls eru 24.763 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. desember sl. og fjölgaði þeim um 2.221 frá 1. desember 2018 eða um 9,9%.

Hér má sjá töflu yfir fjölda skráðra  eftir trú- og lífsskoðunarfélög þann 1. desember sl.  og samanburð við tölur frá 1. desember 2018.  


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar