Þjóðskrá21. desember 2018

777 afmælisbörn á aðfangadag

Alls eiga 777 einstaklingar sem eru búsettir hér á landi afmæli á aðfangadegi jóla í ár og óskar Þjóðskrá Íslands þessum jólabörnum hjartanlega til hamingju með daginn.

Alls eiga 777 einstaklingar sem eru búsettir hér á landi afmæli á aðfangadegi jóla í ár og óskar Þjóðskrá Íslands þessum jólabörnum  hjartanlega til hamingju með daginn.
Af þessum einstaklingum eru 627 fullorðnir einstaklingar og 150 börn undir 18 ára sem munu halda uppá afmælisdaginn næstkomandi aðfangadag. 

Þess má geta að af þeim börnum sem fæddust á þessum degi og eru búsett hér á landi þá er Adam algengasta karlmannsnafn aðfangadagsbarnanna. Alls eru 15 karlmenn sem bera nafnið Adam hér á landi sem munu fagna afmælisdeginum á aðfangadag en næst koma þeir sem bera fornafnið Jón sem eru tíu talsins og þeir sem bera nafnið Sigurður eru 9 talsins.

Á meðal kvenna eru algengustu nöfnin Guðrún og Kristín eða 12 sem bera hvort nafnið en Margrét, Helga og Sigríður koma þar á eftir sem algengustu nöfnin en átta konur bera þessi nöfn og munu halda uppá afmælisdaginn þann 24. desember næstkomandi. 

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá fjölda einstaklinga sem eiga afmæli eftir dögum og þeir sem eiga afmæli daganna 24 - 26. desember eru merktir með rauðu en þeir eru áberandi færri en aðra daga ársins (að hlaupársdegi að sjálfsögðu frátöldum). 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar