Þjóðskrá18. janúar 2019

Stofnun hjúskapar og lögskilnaðar í desember 2018

Samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands stofnuðu 352 einstaklingar til hjúskapar í desember sl. en 90 einstaklingar skildu.

Samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands stofnuðu 352 einstaklingar til hjúskapar í desember sl.  en 90 einstaklingar skildu.

Hjúskapur

Af þeim 352 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í síðasta mánuði gengu 136 í hjúskap hjá sýslumanni (38,6%), 176 giftu sig í Þjóðkirkjunni (50%), 38 einstaklingar gengu í hjúskap í trúfélagi utan þjóðkirkju (10,8%) og 2 einstaklingar giftu sig erlendis.
Alls hafa 3.879 einstaklingar gengið í hjónaband á síðasta ári samanborið við 3.941  á árinu 2017. 

Skilnaðir

Alls 90 einstaklingar skildu í desember og allir skilnaðir voru framkvæmdir hjá sýslumanni. 
Á síðasta ári skildu 1.276 einstaklingar samanborið við 1.375 á árinu 2017. 

Hér má sjá lista yfir fjölda einstaklinga sem gengu í hjúskap og skildu á árunum 1990 til 2018. 

Ath. tölurnar byggjast á tilkynningum frá trú– og lífsskoðunarfélögum og sýslumannsembættum sem berast Þjóðskrá Íslands. 

Skrá á póstlista ÞÍ.

Útgáfuáætlun ÞÍ.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar