Þjóðskrá24. maí 2019

Beðið með frekari birtingu fjölda íbúða í byggingu

Þjóðskrá Íslands birti í gær frétt um fjölda íbúða í byggingu eins og þær eru skráðar í fasteignaskrá

Þjóðskrá Íslands birti í gær frétt um fjölda íbúða í byggingu eins og þær eru skráðar í fasteignaskrá. Þessar tölur hafa varpað ljósi á þá tímaskekkju sem eru í skráðum fjölda íbúða í byggingu annars vegar  og fjölda nýbygginga samkvæmt talningu hins vegar.

Í tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði segir að opinberir aðilar, sem hafa það hlutverk að safna og miðla upplýsingum um húsnæðismál, skulu vinna í samstarfi að sameiginlegum skilgreiningum sem hægt verði að styðjast við í greiningum á upplýsingagjöf húsnæðismála.

Með vísan til þess þá hefur Þjóðskrá Íslands ákveðið að bíða með frekari birtingu.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar