Þjóðskrá05. júní 2019

Fasteignamat 2020 hækkar um 6,1%

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.047 milljarðar króna

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.047 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2020 sem Þjóðskrá Íslands kynnti í dag, 5. júní. Fasteignamat 2020 var kynnt á Grand Hótel af Margréti Hauksdóttir forstjóra  og þeim Jónasi Pétri Ólasyni, Magnúsi Kristni Jónssyni og Friðþóri Sófusi Sigurmundssyni úr matsaðferða- og greiningarteymi Þjóðskrár Íslands.

Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna.  Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2019.  Það tekur gildi 31. desember 2019 og gildir fyrir árið 2020.  Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 30. desember 2019.

Fréttatilkynning vegna fasteignamats 2020 

Upplýsingar um fasteignamat 2020 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar