Þjóðskrá27. september 2019

Fasteignamat leiðrétt á hluta fasteigna í fjölbýli

Við yfirferð og innra eftirlit hjá Þjóðskrá Íslands kom í ljós reikningsskekkja sem fólst í því að við útreikning fasteignamats var ekki tekið tillit til á hvaða hæð íbúðir eru í fjölbýli eins og gert var ráð fyrir í fasteignamatslíkani Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2020.

Við yfirferð og innra eftirlit hjá Þjóðskrá Íslands kom í ljós reikningsskekkja sem fólst í því að við útreikning fasteignamats var ekki tekið tillit til á hvaða hæð íbúðir eru í fjölbýli eins og gert var ráð fyrir í fasteignamatslíkani Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2020. 

Vegna þessa hefur Þjóðskrá Íslands leiðrétt áður tilkynnt fasteignamat þeirra íbúða sem reikningsskekkjan náði til og sent upplýsingar um það í pósthólf fasteignaeigenda á Ísland.is.  

Heildaráhrif á fasteignamat eru ekki mikil þar sem þær íbúðir sem hækka í mati hækka að meðaltali um 1,1% en þær íbúðir sem lækka í mati, lækka að meðaltali um 0,5%. Heildaráhrif á fasteignamat vegna þessara breytinga eru 0,5%.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar