Þjóðskrá19. nóvember 2019

Afhending á netföngum og skráningarbeiðnum til trúfélaga

Trúfélög fá aðgang að netföngum og skráningarbeiðnum á grundvelli úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Þjóðskrá Íslands mun frá og með 1. desember næstkomandi afhenda trú- og lífsskoðunarfélögum upplýsingar um skráða meðlimi í trúfélög, netföng þeirra og skráningarbeiðnir ef félögin óska þess. Þessi ákvörðun er tekin á grundvelli úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 804/2019. Í úrskurðinum er Þjóðskrá Íslands gert að afhenda lífsskoðunarfélaginu Siðmennt aðgang að skráningarbeiðnum núverandi félagsmanna sinna. Í úrskurðinum var það mat nefndarinnar að netföng einstaklinga teldust almennt ekki til viðkvæmra upplýsinga um einkamálefni þeirra.

Þjóðskrá Íslands hafði áður ákveðið að hætta afhendingu trúfélagalista eftir að mat á heimildum stofnunarinnar til slíkra afhendinga með hliðsjón af lögum um persónuvernd nr. 90/2018 hafði farið fram hjá stofnuninni. Tilkynnti Þjóðskrá Íslands trú- og lífsskoðunarfélögum um þá ákvörðun í október 2018. 

Rétt er að geta þess að umrædd ákvörðun er til skoðunar hjá Persónuvernd þar sem óskað var eftir áliti Persónuverndar um ákvörðun Þjóðskrár Íslands. Þjóðskrá Íslands veitti andsvör 17. apríl síðastliðinn en álit Persónuverndar liggur ekki fyrir. Þegar álit Persónuverndar liggur fyrir gæti Þjóðskrá Íslands þurft að endurmeta hvort breyta þurfi umræddum afhendingum.
 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar