Þjóðskrá19. nóvember 2019

Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi í nóvember 2019

Alls voru 48.997 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi þann 1. nóvember 2019 og hefur þeim fjölgað um 4.841 frá 1. desember 2018 eða um 11,0%. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir hér á landi um 0,6%.

Alls voru 48.996 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi þann 1. nóvember 2019 og hefur þeim fjölgað um 4.840 frá 1. desember 2018 eða um 11,0%. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir hér á landi um 0,6%.

Flestir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru frá Póllandi eða 20.537 og 4.587 einstaklingar eru með litháískt ríkisfang.

Pólskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 7,0% frá 1. desember sl. eða um 1.347 frá 1. desember 2018 og litháískum ríkisborgurum um 493 á sama tímabili eða um 12%. 

Mesta hlutfallsleg fjölgun frá 1. desember sl. var hjá ríkisborgurum frá Venesúela eða um 277% en þeir eru í dag 147 talsins en voru þann 1. desember sl. 39.

Íbúum með frá öðrum norðurlöndum hefur fækkað hér á landi. Meðal annars hefur dönskum ríkisborgurum fækkað um 3,5%, norskum ríkisborgurum um 6% og sænskum ríkisborgurum um 5,3%.

Hins vegar fjölgaði finnskum ríkisborgurum um 2,1%.

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2017, 1. desember 2018 og þann 1. nóvember  2019.

Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.

 

Skrá á póstlista markaðsfrétta ÞÍ.

Útgáfuáætlun ÞÍ.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar