Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi í janúar 2020

13.01.2020

Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi í janúar 2020

Alls voru 49.403 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi þann 1. janúar 2020  og fjölgaði þeim um 59 síðastliðinn mánuð.  Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir hér á landi um 247 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.

 

Langflestir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru frá Póllandi eða 20.655.  Pólskum ríkisborgurum sem búsettir eru hér á landi fækkar milli mánaða og er það í fyrsta sinn í nokkur ár sem  fækkun verður í hópi pólverja hér á landi. Fækkunin nemur alls 19 einstaklingum. 

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2018, 1. desember 2019 og þann 1. janúar  2019.

Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.

Skrá á póstlista ÞÍ.

Útgáfuáætlun ÞÍ.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Til baka

Skrá mig á póstlista