13.02.2020

Gervigögn fyrir þjóðskrá gefin út

Þjóðskrá Íslands hefur gefið út gervigögn sem ætluð eru fyrir hugbúnaðarþróun fyrir kerfi þar sem notast er við gögn úr þjóðskrá.

Til aðgreiningar frá raunverulegum kennitölum innihalda kennitölur í gervigögnum stafina 14 og 15 í stafliðum 7 og 8 í hverri kennitölu. Öll nöfn í Þjóðskrá – gervigögn eru valin af handahófi og innihalda hástafina ÞÍ til að gefa til kynna að um gervigögn sé að ræða.

Allar kennitölur eru valdar af handahófi og endurspegla ekki einstaklinga í Þjóðskrá.

Gervigögnin má finna á opingogn.is. 

 

 

 


Til baka

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár Íslands út desember 2020.

Skoða nánar