Þjóðskrá15. maí 2020

Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2020

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2020 var 282. Heildarvelta nam 15,3 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 54,1 milljón króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 11,7 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 3 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 0,5 milljörðum króna.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2020 var 282. Heildarvelta nam 15,3 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 54,1 milljón króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 11,7 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 3 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 0,5 milljörðum króna.

Þegar apríl 2020 er borinn saman við mars 2020 fækkar kaupsamningum um 53,9% og velta minnkar um 54,3%. Í mars 2020 var 612 kaupsamningum þinglýst, velta nam 33,4 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 54,5 milljónir króna.

Þegar apríl 2020 er borinn saman við apríl 2019 fækkar kaupsamningum um 47,8% og velta minnkar um 45,6%. Í apríl 2019 var 540 kaupsamningum þinglýst, velta nam 28,1 milljarði króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 52 milljónir króna.

Makaskiptasamningar voru 4 í apríl 2020 eða 1,5% af öllum samningum. Í mars 2020 voru makaskiptasamningar 3 eða 0,5% af öllum samningum. Í apríl 2019 voru makaskiptasamningar 13 eða 2,5% af öllum samningum. Makaskiptasamningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. Upplýsingar um makaskiptasamninga eiga eingöngu við um íbúðarhúsnæði.

Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.

 

Tafla 1. Samanburður á mars 2020 og apríl 2020

Mars 2020

Apríl 2020

Breyting

Velta
millj.kr.

Fjöldi
kaupsamn.

Velta
millj.kr.

Fjöldi
kaupsamn.

Velta
millj.kr.

Fjöldi
kaupsamn.

Fjölbýli

24.199

485

11.669

236

-51,8%

-51,3%

Sérbýli

7.738

99

3.044

39

-60,7%

-60,6%

Aðrar eignir en íbúðarhúsnæði

1.437

28

549

7

-61,8%

-75,0%

Samtals

33.373

612

15.261

282

-54,3%

-53,9%

 

 

 

 

Tafla 2. Samanburður á apríl 2019 og apríl 2020

Apríl 2019

Apríl 2020

Breyting

Velta
millj.kr.

Fjöldi
kaupsamn.

Velta
millj.kr.

Fjöldi
kaupsamn.

Velta
millj.kr.

Fjöldi
kaupsamn.

Fjölbýli

20.583

436

11.669

236

-43,3%

-45,9%

Sérbýli

6.755

87

3.044

39

-54,9%

-55,2%

Aðrar eignir en íbúðarhúsnæði

738

17

549

7

-25,7%

-58,8%

Samtals

28.077

540

15.261

282

-45,6%

-47,8%

 

 

Tafla 3. Fjöldi makaskipta (ath. á bara við um íbúðarhúsnæði)

 

 
Apríl 2019
Mars 2020
Apríl 2020
Breyting á milli ára
Breyting á milli mánaða
Samningar
523
584
275
-47,4%
-52,9%
Makaskipti eða lausafé
13
3
4
-69,2%
33,3%
Makaskipti
13
3
4
-69,2%
33,3%
Lausafé
0
0
0
-
-
Hlutfall makaskipta
2,5%
0,5%
1,5%
-
-

 

Smelltu hér til að skoða tímaraðir í Excel. Ef þú vilt ekki láta Excel opnast í vafranum, þá getur þú hægri smellt og valið „Save target/link as“ og fært skjalið niður á harða diskinn og opnað það síðan í Excel.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar