Þjóðskrá31. ágúst 2020

Ávöxtun af leigu á íbúðarhúsnæði 2019-2020

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um ávöxtun af útleigu á íbúðarhúsnæði eftir staðsetningu og herbergjafjölda fasteigna.

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um ávöxtun af útleigu á íbúðarhúsnæði eftir staðsetningu og herbergjafjölda fasteigna. Ársávöxtun leiguhúsnæðis er reiknuð sem hlutfall af ársleigu (12*mánaðarleiga), fengna úr þinglýstum samningum og fasteignamati íbúðar fyrir árið 2021.

Við úrvinnsluna var m.a. sleppt samningum þar sem herbergjafjöldi íbúða er ekki þekktur og samningum um félagslegar íbúðir. Einnig þarf samningurinn að vera um alla fasteignina. Úrvinnslan byggist því á 6.067 samningum sem þinglýst var á tímabilinu 1.júlí 2019 til og með 31.júní 2020 og fasteignamati 2021 (sem er á verðlagi í febrúar 2020). Ávöxtunin tekur ekki tillit til breytinga á fasteignaverði sem getur verið mismunandi eftir svæðum.

Eftirfarandi töflur sýna ávöxtun af íbúðarhúsnæði fyrir mismunandi stærðir íbúða og staðsetningu þar sem leigusali er einstaklingur, fyrirtæki eða fjármálastofnun. Til að gæta áreiðanleika niðurstaðna var ekki reiknuð ávöxtun þar sem leigusamningar voru færri en fimm innan stærðarflokks.


Ávöxtun af útleigu íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er einstaklingur
Svæði Stúdíó íbúð 2.herbergja 3.herbergja 4.-5 herbergja
Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes 6,2% 6,3% 6,2% 5,4%
Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar 5,9% 6,4% 6,0% 6,0%
Kópavogur 2,3% 6,2% 6,1% 6,2%
Garðabær og Hafnarfjörður  4,5% 6,5% 6,2% 6,2%
Grafarvogur, Grafarholt, Árbær, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur 8,7% 6,7% 6,3% 6,2%
Breiðholt 6,5% 7,3% 7,0% 7,2%
Kjalarnes og Mosfellsbær 5,4% 6,0% 5,7%
Suðurnes nema Reykjanesbær 7,8% 7,7% 7,3%
Reykjanesbær 9,8% 8,4% 7,0%
Vesturland nema Akranes 10,8% 6,8% 6,2%
Akranes 7,2% 6,6% 6,8%
Vestfirðir 10,3% 12,9% 11,2%
Norðurland nema Akureyri 10,6% 9,5% 8,6%
Akureyri 4,7% 7,8% 6,8% 6,8%
Austurland 7,5% 10,3% 9,2%
Suðurland nema Selfoss 6,8% 7,2% 6,6%
Selfoss 7,7% 6,8% 6,5%
Vestmannaeyjar 7,5% 7,3% 7,4%
Ávöxtun af útleigu íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er fyrirtæki 
Svæði Stúdíó íbúð 2.herbergja 3.herbergja 4.-5 herbergja
Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes 7,4% 6,5% 6,0% 6,0%
Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar 6,7% 6,2% 6,4%
Kópavogur 6,5% 6,3% 6,4%
Garðabær og Hafnarfjörður  7,0% 6,6% 6,3%
Grafarvogur, Grafarholt, Árbær, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur 7,8% 6,9% 6,7% 6,1%
Breiðholt 7,7% 7,8% 7,2%
Kjalarnes og Mosfellsbær 6,7% 6,5% 6,3%
Suðurnes nema Reykjanesbær 8,0% 8,2% 7,1%
Reykjanesbær 11,3% 9,4% 7,8% 7,0%
Vesturland nema Akranes 7,6% 8,6% 6,8%
Akranes 7,0% 6,3% 6,3%
Vestfirðir 14,4%
Norðurland nema Akureyri 15,8% 12,0% 11,7%
Akureyri 8,3% 7,5% 6,5% 6,4%
Austurland 9,7% 9,4% 9,5%
Suðurland nema Selfoss 8,7% 6,9% 6,6%
Selfoss 7,4% 7,1% 6,2%
Vestmannaeyjar 10,9%

 

Í Excel skjali eru sömu upplýsingar auk fjölda samninga og meðalflatarmál leigðra eigna í hverjum flokki. Einnig er að finna tímaröð aftur til ársins 2011.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Til baka

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár Íslands.

Skoða nánar