Þjóðskrá02. október 2020

Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum í október 2020

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.111 á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. október sl.

Breytingar á íbúafjölda sveitafélaga frá 1. desember 2019

 

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.111 á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. október sl. Það sveitarfélag sem kemur næst var Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 660 á sama tímabili. 

Hlutfallslega mest fjölgun í Tjörneshreppi

Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Tjörneshrepps fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna átta mánuði eða um 11,1% en íbúum þar fjölgaði þó aðeins um 6 íbúa eða úr 54 í 60 íbúa. Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Reykhólahreppi um 10,7% og Svalbarðsstrandarhreppur um 7,5%. 
Þá fækkaði íbúum í 27 sveitarfélagi af 72 á ofangreindu tímabili. 

Fækkun í tveimur landshlutum

Lítilsháttar fækkun varð í tveimur landshlutum, Vestfjörðum og á Norðurlandi eystra. Fækkunin á Vestfjörðum nam 0,8% en á Norðurlandi eystra var fækkunin hverfandi eða um 2 íbúa.
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 1,4% eða um 3.172 íbúa.  Mest hlutfallsleg fjölgun var á Suðurlandi eða um 1,8% eða um 549 íbúa. 
Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2018 og 2019.  

Til baka

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár Íslands.

Skoða nánar