Þjóðskrá14. desember 2020

Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi í desember 2020

Alls voru 51.378 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. desember 2020 og fjölgaði þeim um 129 síðastliðinn mánuð.

 
Alls voru 51.378 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. desember 2020 og fjölgaði þeim um 129 síðastliðinn mánuð.  Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru með skráða búsetu hér á landi um 128 einstaklinga.
Pólskum ríkisborgurum fækkaði á ofangreindu tímabili um 24 einstaklinga og litháenskum ríkisborgurum fækkaði um 49.  Tékkneskum ríkisborgurum fjölgaði hins vegar um 50 einstaklinga.  
Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2018 og  2019 og þann 1. nóvember og 1. desember 2020. 
Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar