Þjóðskrá06. janúar 2021

Opnað fyrir hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá

Í umsókn um breytta skráningu kyns geta einstaklingar nú valið hlutlausa skráningu sem ber heitið kynsegin/annað.

Búið er að opna fyrir umsóknir á skráningu kyns sem kynsegin/annað fyrir þá einstaklinga sem eftir því óska. Þjóðskrá Íslands leitaði til Samtakanna ’78 eftir samstarfi við að finna heiti fyrir hlutlausa skráningu kyns og var niðurstaða þeirrar vinnu Kynsegin/annað. Þetta heiti er talið ná mestri sátt innan hinsegin samfélagsins og að flestir einstaklingar geti samsamað sig því.

 

 

 

 

 

 

 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar