Fasteignir29. júní 2021

Ræktað land

Nú má nálgast afmarkanir ræktað lands á niðurhalsþjónustu landfræðilegra gagna Þjóðskrár

Nú má nálgast afmarkanir ræktað lands á niðurhalsþjónustu landfræðilegra gagna Þjóðskrár. 

Ræktað land var kortlagt hjá Þjóðskrá 2018-2020, ástæður þess að ráðist var í verkefnið var að Þjóðskrá ber samkvæmt lögum um mat og skráningu fasteigna nr. 6/2001 að meta ræktað land.

Upplýsingar um ræktað land eru úreltar í fasteignaskrá og ekki var til heildarúttekt á ræktuðu landi hjá öðrum ríkisstofnunum.

Aðferðafræði verkefnisins byggðist á loftmyndatúlkun sem var sannreynt með eftirfarandi hætti:

  1. Túnkorti Matvælastofnunar sem skilað er inn á vegum búnaðarsambanda allstaðar af landinu vegna jarðræktarstyrkja.
  2. Eldri túnkort voru notuð til að meta aldur sumra túna, þ.e.a.s. hvort þau væru kominn úr ræktun.
  3. Vistgerðakortlagning Náttúrufræðistofnunar.
  4. Ýmis myndefni t.d. Spot 5 gervitunglamyndir og eldri loftmyndir frá Landmælingum Íslands auk ýmsa mynda í eigu Þjóðskrár og safn mynda eftir Mats Wibe Lund.
  5. Samtal við landeigendur.

Afmarkanir eru hnitaðar ónákvæmt miðað við þær Loftmyndir sem notaðar voru til viðmiðunar, en þær eru af ýmsum uppruna og gæðum. Nákvæmni gagnanna í tíma og rúmi taka því mið af því. Engar eigindir fylgja skráningunni annað en afmörkunin.

Við upphaf árs 2019 lauk samningi sem Þjóðskrá hafði við Loftmyndir ehf. um aðgengi að myndkortagrunni þeirra. Að mestu náðist að klára verkið fyrir þann tíma en suðvesturhornið sat eftir og var kortlagt út frá gervitunglamyndum og eldri gögnum. Þeirri vinnu lauk fyrri hluta árs 2020.

Ekki stendur til að uppfæra þennan grunn, en fólki, fyrirtækjum og stofnunum er frjáls afnot af honum að öllu leiti án endurgjalds. Óljóst er hvort þessi gögn ná yfir allt það ræktaða land sem er nýtt á Íslandi en gefa þau hugmynd um umfang þess. Engin ábyrgð er tekin á ákvörðunum sem annað boðvald tekur á grundvelli þessara gagna sem og engin ábyrgð er tekin á nákvæmni gagnanna og réttleika þeirra.

Engin ábyrgð er tekin á því að fitja lendi að hluta eða að öllu leiti innan eignamarka fasteignar eða sameignarlandi margra fasteigna.

 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar