Þjóðskrá16. ágúst 2021

Rafræn ársskýrsla Þjóðskrár komin út

Í rafrænni ársskýrslu Þjóðskrár má meðal annars fræðast um helstu verkefni, sjálfvirknivæðingu og fleira áhugavert sem einkenndi árið 2020.

Rafræn ársskýrsla Þjóðskrár fyrir árið 2020 er komin út. Ársskýrslan eingöngu gefin út á rafrænu formi eins og í fyrra.

Rafræn útgáfa er í samræmi við umhverfisstefnu Þjóðskrár Íslands og er útgáfan bæði umhverfisvænni og ódýrari þar sem prentun á pappír sparast.

Í ársskýrslunni er farið yfir helstu verkefnin á árinu 2020, lykiltölur og önnur mál sem hafa haft áhrif á rekstur og þjónustu stofnunarinnar. Einnig er farið sérstaklega yfir gagnsemi sjálfvirkra lausna eins og innleiðingu snjallmennis sem fór í loftið haustið 2020.
 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar