Fólk09. september 2021

Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi í september 2021

Alls voru 53.168 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. september sl. og fjölgaði þeim um 1.790 frá 1. desember 2020.

 
Alls voru 53.168 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. september sl. og fjölgaði þeim um 1.790 frá 1. desember 2020.  
Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru með skráða búsetu hér á landi um 3.310 einstaklinga.
Pólskum ríkisborgurum er farið að fjölga að nýju og hefur þeim fjölgað á ofangreindu tímabili um 15 einstaklinga. Litháískum ríkisborgurum fjölgaði um 64 á sama tímabili.  
Ríkisborgurum frá Spáni, Þýskalandi, Frakklandi og Rúmeníu hefur fjölgað nokkuð á tímabilinu og ríkisborgurum frá Indlandi hefur fjölgað um 31,6% eða úr 190 í 260 íbúa. 

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2019 til 2020 og 1. september 2021. 

Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.

Til baka

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár Íslands.

Skoða nánar