Fólk16. nóvember 2021

Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi í nóvember 2021

Alls voru 54.604 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. nóvember sl. og fjölgaði þeim um 3.226 frá 1. desember 2020 eða um 6,3%.

 
Alls voru 54.604 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. nóvember sl. og fjölgaði þeim um 3.226 frá 1. desember 2020 eða um 6,3%.
Erlendir ríkisborgarar eru því við upphaf mánaðarins 14,5% landsmanna.   
Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru með skráða búsetu hér á landi um 3.637 einstaklinga eða um 1,9%.
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 242 einstaklinga. Litháískum ríkisborgurum fjölgaði um 141 á sama tímabili.  

Ríkisborgurum frá suðurhluta Evrópu hefur fjölgað verulega síðastliðna mánuði eða að jafnaði um 20%.  

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2019 til 2020 og 1. nóvember 2021. 

Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar