Fasteignir01. desember 2021

Endurbætt útgáfa af mánaðarveltu fasteignaviðskipta kemur út

Veltutölur fasteignaviðskipta eru nú birtar eftir sveitarfélögum í fyrsta sinn. Gögnin eru sjálfvirkt uppfærð á hverjum degi eftir því sem kaupsamningar eru skráðir í kaupskrá.

Þjóðskrá hefur birt endurbætta útgáfu af mánaðarveltu í fasteignaviðskiptum. Í fyrsta sinn er yfirlit yfir fasteignaviðskipti aðgengilegt eftir sveitarfélögum aftur til 2006. Miðað er við núverandi sveitarfélagaskipan.

Allir þinglýstir kaupsamningar eru skráðir í kaupskrá Þjóðskrár og birtir Þjóðskrá gögn um bæði fjölda samninga og veltu eftir landshlutum og sveitarfélögum ásamt tegundum húsnæðis. Gögnin eru sjálfvirkt uppfærð á hverjum degi eftir því sem kaupsamningar eru skráðir í kaupskrá.Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar