Fasteignir08. desember 2021

Nýtt álagningarkerfi sveitarfélaga og mánaðarleg álagning fasteignaskatta

Forstjóri Þjóðskrár kynnti á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga verkefni um endurgerð álagningarkerfis og mánaðarlega álagningu fasteignaskatta.

Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 8.-9. október sl. kynnti Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár fyrirhugaða endurgerð á álagningarkerfi sem jafnframt myndi hafa í för með sér mánaðarlega álagningu fasteignaskatta. Í erindinu “Tækifæri í álagningu fasteignaskatta” fór Margrét yfir að Samband íslenskra sveitarfélaga og Þjóðskrá hafi sammælst um að ráðast í verkefnið en með þessum breytingum verði jafnræði aukið í skattlagningu og tekjuauki skapast hjá sveitarfélögum. Miðað er við að nýtt álagningarkerfi verði tekið í notkun í ársbyrjun 2023. 

Verkefnið skiptist í fimm þætti:

Skipulag verkefnisins er með þeim hætti að stýrihópur er skipaður fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Þjóðskrá, tveimur sveitarfélögum og verkefnisstjóra. Greiningarhópur hefur hafið störf og þar eru fulltrúar fjögurra sveitarfélaga, fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, forritarar frá Þjóðskrá og utanaðkomandi forritarar auk verkefnisstjóra frá Þjóðskrá. Markmiðið er að tryggja að sjónarmið sveitarfélaga komi fram og í því skyni verður haft samband við nokkur minni sveitarfélög varðandi álagningar þeirra. Sveitarfélög munu fá frekari kynningu á kerfisgerðinni eftir því sem henni vindur fram.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar