Fólk04. apríl 2022

Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum í apríl 2022

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 288 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. apríl 2022 og íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar fjölgaði um 141 íbúa á sama tímabili. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á þessu tímabili um 36 íbúa.

 
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 288 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. apríl 2022 og íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar fjölgaði um 141 íbúa á sama tímabili.  Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á þessu tímabili um 36 íbúa og í Reykjanesbæ hefur fjölgað nokkuð hressilega á umræddu tímabili eða  um 210 íbúa. 

Fjölgar hlutfallslega mest í Helgafellssveit

Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Helgafellssveit fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna fjóra mánuði eða um 3,8% en íbúum þar fjölgaði að vísu aðeins um 3 íbúa.   

Fækkar í þremur landshlutum

Íbúum hefur fækkað í þremur landshlutum á síðastliðnum fjórum mánuðum. Hlutfallslega mest var fækkunin á Norðurlandi vestra eða um 0,5% sem er fækkun um 40 íbúa. Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 1,0% á tímabilinu.  

Hér er skrá yfir fjölda íbúa eftir sveitarfélögum og samanburð við íbúatölur frá 1. desember fyrir árin 2019 - 2021.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar