Fólk14. september 2022

Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi í byrjun september 2022

Alls voru 61.047 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. september sl. og fjölgaði þeim um 6.068 frá 1. desember 2021 eða um 11,0%.

 

Alls voru 61.047 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. september sl. og fjölgaði þeim um 6.068 frá 1. desember 2021 eða um 11,0%.

Úkraínskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 602,5% frá 1. desember sl. og voru í byrjun mánaðarins alls 1.679 úkraínskir ríkisborgarar skráðir til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá, sem er fjölgun um 1.440 á tímabilinu.

Sömuleiðis hefur orðið umtalsverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela eða um 100,7% á umræddu tímabili og eru nú 913 einstaklingar með venesúelskt ríkisfang búsettir hér á landi.

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 1.376 einstaklinga eða um 6,5% og eru pólskir ríkisborgarar nú 5,9% landsmanna. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.306 einstaklinga eða um 0,4%.

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2018-2021 og 1. september sl.

Hlutfall erlendra ríkisborgara

 

Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar