Fasteignir17. nóvember 2022

Flutningur kerfa fasteignaskrár frá Þjóðskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Föstudaginn 18. nóvember kl. 13 hefst vinna við að flytja kerfi og þjónustur fasteignaskrár frá Þjóðskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Kerfi og þjónustur fasteignaskrár verða óaðgengileg á meðan að flutningi stendur, þ.e. frá kl. 13, föstudaginn 18. nóvember og fram til laugardags 19.nóvember.

Búast má við raski yfir helgina sem og dagana 21. – 25. nóvember og verður hægt að beina erindum á netfangið flutningurkerfa@hms.is eða í síma 440-6400. Mikil áhersla er á að þetta verkefni takist vel og leyst verði fljótt og vel úr þeim erindum sem berast.

Í framhaldi af þessu verður allt efni tengt fasteignaskrá fjarlægt af vef Þjóðskrár www.skra.is og verður framvegis aðgengilegt á vef HMS www.fasteignaskra.is.

Leiðbeiningar og listar yfir kerfi


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar