Fólk18. janúar 2023

Elstu íbúar landsins

Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um elstu íbúa landsins. Í dag eru 47 einstaklingar 100 ára og eldri og þrír þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1917 og er því 105 ára. Hún er búsett á Suðurlandi.

Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um elstu íbúa landsins. Í dag eru 47 einstaklingar 100 ára og eldri og þrír þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1917 og er því 105 ára. Hún er búsett á Suðurlandi.  

Skipting eftir landshlutum

Þegar horft er á landshluta má sjá að flestir einstaklingar 100 ára og eldri eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða 33 talsins. Annars dreifist þetta nokkuð jafnt eftir landshlutum en næst flestir búa á Suðunesjum. 

1 karl 0 karlar 1 karl 0 karlar 2 karlar 0 karlar 8 karlar 3 karlar 1 kona 2 konur 0 konur 1 kona 2 kona 1 kona 23 konur 2 konur

Aldursdreifing og kyn

Konur eru í meirihluta þeirra sem hafa náð 100 ára aldri eða alls 32 á meðan það eru 15 karlar sem eru 100 ára og eldri. Alls eru 28 einstaklingar 100 ára, þar af 15 konur og 13 karlar.  Þeir einstaklingar sem eru yfir 100 ára eru alls 17 konur en aðeins 2 karlar. Ef við skoðum sérstaklega hvert ár þá eru 7 konur 101 árs, 4 konur eru 102 ára og 2 konur 103 ára. Þá eru 3 konur og 2 karlar 104 ára og ein kona er 105 ára.

 

Fjöldi einstaklinga 100 ára og eldri eftir árum

Hér má sjá fjölda einstaklinga 100 ára og eldri 1. desember ár hvert eftir kyni frá 2004 til dagsins í dag. 

 

Aldursbil landsmanna

Til að skoða samanburð á aldri einstaklinga sem eru búsettir á Íslandi er hægt að sjá fjölda einstaklinga eftir aldursbilum hér að neðan.

 
Athugið

Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á einstaklingum búsettum á Íslandi. Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar