Fólk24. janúar 2023

Störf í boði hjá Þjóðskrá

Vilt þú slást í hópinn með okkur hjá Þjóðskrá?

Þjóðskrá auglýsir laus störf til umsóknar

Kerfisstjóri

Við leitum að einstakling með brennandi áhuga á að kynna sér nýja tækni, jafnt því að kynnast og viðhalda eldri lausnum. Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund, öryggisvitund og hæfileika til að greina og finna lausnir í daglegu starfi.

Nánari upplýsingar
Tæknilegur skilríkjasérfræðingur

Þjóðskrá leitar að tæknilegum skilríkjasérfræðingi til að starfa með skilríkjateymi stofnunarinnar. Starfið krefst mikillar yfirsýnar og sérhæfingar. Gerð er rík krafa um frumkvæði og sjálfstæði starfi og er ætlast til að viðkomandi geti leiðbeint öðrum sérfræðingum og stjórnendum varðandi sitt sérsvið, þ.m.t. tæknilegum öryggiskröfum.

Nánari upplýsingar

Hlutverk Þjóðskrár er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum. Innan starfssviðs Þjóðskrár er rekstur þjóðskrár, útgáfa skilríkja m.a. vegabréf og nafnskírteini, útgáfa vottorða ásamt ábyrgð á kjörskrárstofnum.

Þjóðskrá tekur þátt í styttingu vinnuvikunnar og er vinnuvikan 36 tímar og er hver dagur styttur sem því nemur.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar