Þjóðskrá20. júní 2023

Laus störf hjá Þjóðskrá

Þjóðskrá leitar að metnaðarfullum einstaklingum með ríka þjónustulund á sviði Þjónustu hjá stofnuninni.

Viðkomandi munu starfa með sterku teymi þvert á stofnunina að fjölbreyttum verkefnum. Þjóðskrá leggur áherslu á góða þjónustu og nýtingu stafrænna lausna og mikilvægt er að umsækjendur samsami sig þeirri sýn. Verkefnin eru krefjandi og kalla á frumkvæði og lausnamiðaða hugsun sem viðkomandi taka þátt í að móta hjá stofnuninni.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Símsvörun, netspjall og svörun tölvupósts
  • Móttaka og afgreiðsla viðskiptavina í afgreiðslu.
  • Leiðbeina viðskiptavinum í sjálfsafgreiðslu í afgreiðslurými.
  • Skráningar í kerfum Þjóðskrár.
  • Framleiðsla vegabréfa og annarra skilríkja.
  • Innleiðing og mótun stafrænna lausna.
  • Þátttaka í umbótastarfi.
Nánari upplýsingar

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar