Fólk03. janúar 2024

Elstu íbúar landsins 2024

Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um elstu íbúa landsins. Í dag eru 41 einstaklingar 100 ára og eldri og þrír þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1917 og er því 106 ára. Hún er búsett á Suðurlandi.

Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um elstu íbúa landsins. Í dag eru 41 einstaklingar 100 ára og eldri og þrír þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1917 og er því 106 ára. Hún er búsett á Suðurlandi.  

Aldursdreifing og kyn

Konur eru í meirihluta þeirra sem hafa náð 100 ára aldri eða alls 31 á meðan það eru 10 karlar sem eru 100 ára og eldri. Alls eru 17 einstaklingar 100 ára, þar af 14 konur og 3 karlar.  Þeir einstaklingar sem eru yfir 100 ára eru alls 17 konur en 7 karlar. Ef við skoðum sérstaklega hvert ár þá eru 10 konur og 6 karlar 101 árs, 1 kona er 102 ára og 3 konur 103 ára. Þá eru 2 konur 104 ára, 1 karl 105 ára og ein kona er 106 ára.

 

Skipting eftir landshlutum

Þegar horft er á landshluta má sjá að flestir einstaklingar 100 ára og eldri eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða 30 talsins.

0 karlar 1 karl 1 karl 0 karlar 1 karl 0 karlar 4 karlar 3 karlar 0 konur 2 konur 0 konur 0 konur 3 konur 0 konur 26 konur 0 konur

Fjöldi einstaklinga 100 ára og eldri eftir árum

Hér má sjá fjölda einstaklinga 100 ára og eldri 1. desember ár hvert eftir kyni frá 2004 til dagsins í dag. 

 

Aldursbil landsmanna

Til að skoða samanburð á aldri einstaklinga sem eru búsettir á Íslandi er hægt að sjá fjölda einstaklinga eftir aldursbilum hér að neðan.

 
Athugið

Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á einstaklingum búsettum á Íslandi. Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar