Þjóðskrá19. september 2024

Kosningaréttur íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis

Frestur til þess að sækja um að vera tekinn á kjörskrá fyrir tímabilið 1. desember 2024 til 1. desember 2028 rennur út 1. desember n.k. og því þurfa allar umsóknir að hafa borist fyrir þann tíma.

Hverjir þurfa að sækja um?

Búseta erlendis lengur en 16 ár - umsókn um að vera tekinn á kjörskrá:

  • Íslenskir ríkisborgarar með lögheimili erlendis lengur en í 16 ár, þ.e. hafa flutt frá Íslandi fyrir 1. desember 2008, verða að sækja um hjá Þjóðskrá að verða teknir á kjörskrá í eftirfarandi kosningum:
    • Alþingiskosningum
    • Forsetakosningum
    • Þjóðaratkvæðagreiðslum
  • Skilyrði til að geta sótt um:
    • Íslenskur ríkisborgararéttur, afrit/mynd af íslensku vegabréfi
    • Vera 18 ára eða eldri á kjördag.
    • Hafa átt lögheimili á Íslandi.

Fullnægjandi umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá fyrir 1. desember 2024. Sé umsókn fullnægjandi verður umsækjandi skráður á kjörskrá til fjögurra ára talið frá 1. desember.

Hverjir þurfa ekki að sækja um?

  • Búseta erlendis skemur en 16 ár - sjálfkrafa á kjörskrá:
  • Íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili erlendis skemur en í 16 ár eða frá 1. desember 2008 eða síðar, eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi í:
    • Alþingiskosningum
    • Forsetakosningum
    • Þjóðaratkvæðagreiðslum
    • Skilyrði:
      • Vera orðnir 18 ára á kjördag
      • Hafa átt lögheimili á Íslandi

Hér má lesa nánar um kosningar og kosningarétt 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar