Þjóðskrá leitar að metnaðarfullum einstaklingi með ríka þjónustulund á sviði Þjónustu og skráningar hjá stofnuninni. Viðkomandi mun starfa með sterku teymi þvert á stofnunina að fjölbreyttum verkefnum. Þjóðskrá leggur áherslu á góða þjónustu og nýtingu stafrænna lausna og mikilvægt er að umsækjendur samsami sig þeirri sýn. Verkefnin eru krefjandi, mikilvægt er að sýna frumkvæði og vera lausnamiðaður.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Símsvörun, netspjall og svörun tölvupósts.
- Móttaka og afgreiðsla viðskiptavina í afgreiðslu.
- Leiðbeina viðskiptavinum í sjálfsafgreiðslu í afgreiðslurými.
- Skráningar í kerfum Þjóðskrár.
- Innleiðing og mótun stafrænna lausna.
- Þátttaka í umbótastarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking sem nýtist í starfi.
- Stúdentspróf og/eða marktæk reynsla af þjónustustörfum.
- Gott tölvulæsi.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Frumkvæði, þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð.
- Lipurð í mannlegum samskiptum og vinnur vel í hóp.
- Vandvirk vinnubrögð.
- Hreint sakavottorð
Um er að ræða fullt starf og laun samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna og Sameykis.
Umsóknarfrestur er til og með 29.09.2025.