Sambúðarvottorð

Vottorð um núverandi sambúð, þ.e. upplýsingar um sambúðaraðila,upphafsdagsetningu sambúðar og lögheimili.

Afhendingarmáti:Pósthólf Ísland.isBréfpósturSækja í ReykjavíkSækja á Akureyri
Afgreiðslutími:

Allt að 4 virkir dagar.

Verð:2.750 kr

Athugið

Athugið! Sambúðarvottorð er eingöngu gefið út með upplýsingum um núverandi sambúð. Þurfi vottorð um fyrri sambúðarskráningu þá þarf að panta hjúskaparsöguvottorð (C-119) og taka fram að á vottorðinu eigi upplýsingar um sambúðarskráningu að koma fram.

Tekið er fram ef sambúðaraðilar hafa tímabundið ekki sama lögheimili.

Rafræn vottorð með rafrænni undirritun eru að öllu leyti jafngild og hefðbundin pappírsvottorð. Rafræn vottorð eru afhent í pósthólf á Ísland.is. Vottorð eru afhent í pósthólf vottorðshafa nema þegar um dánarvottorð er að ræða eða þegar pantað er fyrir hönd barna. Þá er vottorð aðgengilegt í pósthólfi þess sem pantar vottorð barns síns og þegar dánarvottorð er pantað, en í slíkum tilvikum er vottorðið aðgengilegt í pósthólfi þess sem pantar vottorðið. 

Nánari upplýsingar um vottorð