Hver býr í eigninni minni?

Hér geta þinglýstir eigendur flett upp hver býr í þeirra eign og tilkynnt um ranga skráningu þeirra sem ekki búa þar.

Rétt á skráningu lögheimilis á tilteknu heimilisfangi á sá sem hefur þar bækistöð sína, dvelst þar að jafnaði í tómstundum sínum, hefur þar heimilismuni sína og er hans svefnstaður þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir.

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Þegar tilkynning berst Þjóðskrá fer í gang ferli sem miðast að því að framfylgja stjórnsýslulögum nr. 37/1993.

Í því felst að Þjóðskrá ber skyldu til þess að upplýsa umræddan aðila um framkomið erindi og veita honum frest til þess að bregðast við því.

Ef engin viðbrögð berast getur Þjóðskrá breytt skráningu viðkomandi í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar.