Hjúskaparstöðuvottorð (Giftir einstaklingar skulu panta hjónavígsluvottorð, C-113)

Vottorð um núverandi hjúskaparstöðu, t.d. ógift/ur, skilin/n að borði og sæng, lögskilin/n, ekkja/ekkill/maki látinn eða að hjúskaparstaða er óupplýst. Athugið að vottorðið inniheldur einungis upplýsingar um núverandi hjúskaparstöðu ásamt dagsetningu síðustu breytingar. Upplýsingar um fyrrverandi maka, látna maka eða aðrar breytingar á hjúskaparstöðu koma ekki fram. Ef þörf er á upplýsingum um fyrri maka eða breytingar á hjúskaparstöðu þá þarf að panta hjúskaparsöguvottorð.

Afhendingarmáti:Pósthólf Ísland.isBréfpósturSækja í Reykjavík
Afgreiðslutími:

Allt að 2 virkir dagar

Verð:3.000 kr

Athugið

Rafræn vottorð með rafrænni undirritun eru að öllu leyti jafngild og hefðbundin pappírsvottorð. Rafræn vottorð eru afhent í pósthólf á Ísland.is. Vottorð eru afhent í pósthólf vottorðshafa nema þegar um dánarvottorð er að ræða eða þegar pantað er fyrir hönd barna. Þá er vottorð aðgengilegt í pósthólfi þess sem pantar.

Athugið að eins og staðan er núna er ekki hægt að fá Apostille vottun á rafræn vottorð

Nánari upplýsingar um vottorð