Fæðingarvottorð

Vottorð um fæðingardag/kennitölu, kyn, fæðingarstað og nöfn foreldra. Ekki er hægt að gefa út fæðingarvottorð fyrir einstaklinga sem eru fæddir erlendis. Í slíkum tilvikum er best að hafa samband við þjónustuver í síma 515 5300.

Athugið! Ef hjónavígsla er ástæða pöntunar vinsamlega kannið hvort þið uppfyllið skilyrði fyrir rafræna könnun hjónavígsluskilyrða áður en vottorð eru pöntuð hjá Þjóðskrá. Nauðsynleg vottorð frá Þjóðskrá eru innifalin og þarf EKKI að panta sérstaklega ef búið er að ljúka við umsókn um rafræna könnun hjónavígsluskilyrða.

Afhendingarmáti:Pósthólf Ísland.isBréfpósturSækja í Reykjavík
Afgreiðslutími:

Allt að 2 virkir dagar

Verð:3.100 kr

Athugið

Rafræn vottorð með rafrænni undirritun eru að öllu leyti jafngild og hefðbundin pappírsvottorð. Rafræn vottorð eru afhent í pósthólf á Ísland.is. Vottorð eru afhent í pósthólf vottorðshafa nema þegar um dánarvottorð er að ræða eða þegar pantað er fyrir hönd barna. Þá er vottorð aðgengilegt í pósthólfi þess sem pantar.

Athugið að eins og staðan er núna er ekki hægt að fá Apostille vottun á rafræn vottorð

Nánari upplýsingar um vottorð