Umsókn

A-280

Trú- eða lífsskoðunarfélag :

Tilkynntu skráningu í eða utan trú- eða lífsskoðunarfélags. Breytingin tekur samstundis gildi í þjóðskrá.

Gjaldfrjálst
 • Enginn má samtímis heyra til þjóðkirkjunni, skráðu trúfélagi utan þjóðkirkjunnar eða skráðu lífsskoðunarfélagi eða fleiri en einu skráðu trúfélagi utan þjóðkirkjunnar eða skráðu lífsskoðunarfélagi. 

   

  Einungis er hægt að skrá einstaklinga í trúfélög og lífsskoðunarfélög sem hafa fengið leyfi ráðherra


  Börn eru skráð í trúfélag, lífsskoðunarfélag, utan trúfélaga og lífsskoðunarfélaga við nýskráningu í þjóðskrá þ.e. við fæðingu. 

   

  Með skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag í þjóðskrá felst ekki að Þjóðskrá Íslands haldi sérstakt félagatal trú- eða lífsskoðunarfélaga heldur er einungis um að ræða skráningu á því hvert sóknargjöld skuli renna samkvæmt ákvæðum laga um sóknargjöld nr. 91/1987 og lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög nr. 108/1999.

   

  Samkvæmt lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög skal einstaklingur tilkynna um inngöngu eða úrsögn úr trú- eða lífsskoðunarfélagi til þess félags sem í hlut á.

  Þeir sem ekki geta nýtt sér rafræna tilkynningu um skráningu í trú-eða lífsskoðunarfélag geta mætt í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands eða haft samband við þjónustuver.

  Lagaheimild skráningar