Ritun nafns á nafnskírteini
Nafnskírteini skal gefið út með fullu nafni umsækjanda, sbr. 1. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996 og er skipt upp í eiginnöfn og kenninöfn.
Samkvæmt alþjóðlegum reglum og stöðlum eru 30 stafbil í tölvulesanlegu rönd nafnskírteina. Íslensku stafirnir þ, æ og ö taka tvö stafbil. (Þ = TH, Æ = AE, Ö = OE). Ef fullt nafn er lengra en 30 stafbil koma ekki öll nöfnin í tölvulesanlegu röndina, en kenninöfn og fyrsta eiginnafn kemur þó alltaf.