Spurt og svarað

Helstu spurningar og svör er varðar nafnskírteini
Almennar upplýsingar
  • Nafnskírteini er handhægt og öruggt persónuskilríki sem er í samræmi við alþjóðlega staðla sem handhafar geta notað til auðkenningar bæði innanlands og sem ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
  • Hingað til hefur eina gilda persónuskilríki fyrir börn verið vegabréf og núna geta öll börn og ungmenni sótt um nafnskírteini til að framvísa þar sem þess gerist þörf t.d. í strætó, sundi, próftöku í skóla o.fl.
  • Með nýju lögunum eiga allir íslenskir ríkisborgara rétt á að fá útgefið nafnskírteini, óháð aldri. Áður þurfti umsækjandi að vera orðinn 14 ára.
  • Með nýju lögunum hafa aðeins íslenskir ríkisborgarar rétt á að fá útgefin nafnskírteini. Áður gátu allir einstaklingar sem eru skráðir hér á landi fengið nafnskírteini, þ.m.t. erlendir ríkisborgarar.
  • Nafnskírteini verða gefin út bæði með og án möguleika til notkunar sem ferðaskilríki á Evrópska efnahagssvæðinu.
  • Útlit nýrra nafnskírteina verða nútímalegri og munu líkjast sambærilegum skilríkjum sem gefin eru út á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
 • Allir íslenskir ríkisborgarar óháð aldri geta sótt um nafnskírteini.

 • Fyrir einstaklinga 18 ára og eldri

  • 9.200 kr.
  • Hraðafgreiðsluverð: 18.400 kr.

  Fyrir börn, öryrkja og aldraða

  • 4.600 kr.
  • Hraðafgreiðsluverð: 9.200 kr.

  Sama verð er fyrir nafnskírteini hvort sem þau eru sem ferðaskilríki eða ekki

  • Nafnskírteini gildir í 10 ár fyrir fullorðna.
  • Nafnskírteini gildir í 5 ár fyrir börn undir 18 ára aldri.
  • Ef nafnskírteini glatast er nýtt gefið út með sama gildistíma og það sem glataðist.
 • Að svo stöddu er ekki hægt að framvísa nýrri útgáfu af nafnskírteini þegar sótt er um rafræn skilríki.

  • Nafnskírteini sem voru gefin út fyrir 1. janúar 2013 falla úr gildi 1. desember 2023.
  • Nafnskírteini sem voru gefin út eftir þann tíma falla úr gildi 31. desember 2025.
Nafnskírteini sem ferðaskilríki
Umsókn
Börn
Erlendir ríkisborgarar

Umsóknarferli

Upplýsingar um hvernig þú sækir um ný nafnskírteini.

Skoða nánar

Tegundir nafnskírteina

Nánari upplýsingar um tegundir nafnskírteina.

Skoða nánar

Afhending nafnskírteina

Þegar búið er að sækja um nafnskírteini, hvar getur þú sótt það?

Skoða nánar

Spurt og svarað

Spurt og svarað um nafnskírteini.

Skoða nánar