Synjun á útgáfu nafnskírteina
Þjóðskrá er heimilt að synja útgáfu nafnskírteinis sem ferðaskilríkis vegna eftirtalinna atriða:
- Einstaklingur hefur ekki íslenskt ríkisfang.
- Umsækjandi er eftirlýstur af lögreglu, gefin hefur verið út handtökuskipun á hann eða lagt hefur verið á hann farbann.
- Samþykki forsjáraðila barns yngra en 18 ára vantar.
- Samþykki lögráðamanns vantar fyrir nafnskírteini handa einstaklingi sem hefur misst sjálfræði.
- Umsækjandi getur ekki gert fullnægjandi grein fyrir sér eða veitt nauðsynlegar upplýsingar fyrir umsókn.
- Einstaklingur hefur ekki íslenskt ríkisfang.
- Samþykki forsjáraðila barns yngra en 13 ára vantar.
- Umsækjandi getur ekki gert fullnægjandi grein fyrir sér eða veitt nauðsynlegar upplýsingar fyrir umsókn.