Er með vinnu á Íslandi

Er með vinnu

 • Launþegi þarf að vera að vinna hjá íslenskum lögaðila og að laun hans þurfa að uppfylla lágmarksframfærsluskilyrði.

  Umsókn er ekki tekin til vinnslu fyrr en öll gögn hafa borist og umsækjandi komið á skráningarstað og framvísað vegabréfi og öðrum nauðsynlegum gögnum.

  Eyðublöð sem þarf að senda inn á rafrænan hátt:

  • A-270: Umsókn um skráningu í þjóðskrá til lengri tíma en þriggja mánaða. Umsækjandi skal sjálfur fylla út umsóknina og gefa upp sitt eigið netfang, því skráningarvottorð er sent með tölvupósti að skráningu lokinni. 
  • A-272: Staðfesting vinnuveitanda. Vinnuveitandi þarf að skrá sig inn á vinnuveitendagáttina og fylla þar út staðfestingu á ráðningarsambandi við umsækjanda.
  • Eftirtalin gögn þarf að senda með umsókn:
   •  Afrit/mynd af vegabréfi eða löggiltu ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
  • Valkvætt er að senda eftirfarandi gögn með umsókn:
   • Fæðingarvottorð.
   • Hjúskaparstöðuvottorð. Einstaklingar eru hins vegar hvattir til að skila inn hjúskaparstöðuvottorði sínu því hjúskaparstöðuskráning getur haft áhrif á réttindi einstaklinga, og eftir atvikum barna þeirra.
   • A-272: Staðfesting vinnuveitanda. Vinnuveitandi þarf að skrá sig inn á vinnuveitendagáttina og fylla þar út staðfestingu á ráðningarsambandi við umsækjanda.
  • Kröfur til skjala.

  Þegar komið er til landsins þarf að mæta í eigin persónu á skráningarstað og framvísa frumritum eftirfarandi gagna:

  • Vegabréf eða löggilt ferðaskilríki sem á að minnsta kosti sex mánuði eftir af gildistíma.
  • Fæðingarvottorð og/eða hjúskaparstöðuvottorð hafi þeim verið skilað inn í umsóknarferlinu sjálfu.
   
 • Starfsmenn sem sendir eru hingað til starfa á vegum erlends fyrirtækis eða starfsmannaleigu, sem er staðsett í öðru ríki á EES/EFTA svæðinu, þurfa ekki að skrá sig nema dvöl fari yfir 6 mánuði.

  Umsókn er ekki tekin til vinnslu fyrr en öll gögn hafa borist og umsækjandi komið á móttökustað og framvísað vegabréfi og öðrum nauðsynlegum gögnum.

  Eyðublöð sem þarf að senda inn á rafrænan hátt:

  • A-270: Umsókn um skráningu í þjóðskrá til lengri tíma en þriggja mánaða. Umsækjandi skal sjálfur fylla út umsóknina og gefa upp sitt eigið netfang, því skráningarvottorð er sent með tölvupósti að skráningu lokinni.
  • Eftirtalin gögn þarf að senda með umsókn:
   • Afrit/mynd af vegabréfi eða löggiltu ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
   • Staðfesting á sjúkratryggingu. Ferðatrygging er ekki fullnægjandi.
   • Staðfesting á atvinnu. Gögn sem sýna tegund og tímabil atvinnu auk launaupplýsinga.
  • Valkvætt er að senda eftirfarandi gögn með umsókn:
   • Fæðingarvottorð.
   • Hjúskaparstöðuvottorð. Einstaklingar eru hvattir til að skila inn hjúskaparstöðuvottorði sínu því hjúskaparstöðuskráning getur haft áhrif á réttindi einstaklinga, og eftir atvikum barna þeirra.
  • Kröfur til skjala.

  Þegar komið er til landsins þarf að mæta í eigin persónu á skráningarstað og framvísa frumritum eftirfarandi gagna:

  • Vegabréf eða löggilt ferðaskilríki sem á að minnsta kosti sex mánuði eftir af gildistíma.
  • Fæðingarvottorð og/eða hjúskaparstöðuvottorð hafi þeim verið skilað inn í umsóknarferlinu sjálfu.

  Frekari upplýsingar:

  Erlend þjónustufyrirtæki og starfsmannaleigur - á vef Vinnumálastofnunar

  Posting.is - Upplýsingar um réttindi og skyldur erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmanna þeirra sem eru sendir til starfa á Íslandi.

 • Einstaklingur með skráðan atvinnurekstur á Íslandi.

  Umsókn er ekki tekin til vinnslu fyrr en öll gögn hafa borist og umsækjandi komið á skráningarstað og framvísað vegabréfi og öðrum nauðsynlegum gögnum.

   Eyðublöð sem þarf að senda inn á rafrænan hátt:

  • A-270: Umsókn um skráningu í þjóðskrá til lengri tíma en þriggja mánaða. Umsækjandi skal sjálfur fylla út umsóknina og gefa upp sitt eigið netfang, því skráningarvottorð er sent með tölvupósti að skráningu lokinni.
  • Eftirtalin gögn þarf að senda með umsókn:
   • Afrit/mynd af vegabréfi eða löggiltu ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
   • Afrit af umsókn um skráningu lögaðila til Ríkisskattstjóra eða vottorð úr fyrirtækjaskrá.
   • Gögn sem staðfesta starfsemi fyrirtækisins t.d. ársreikning síðasta árs eða reikninga, kvittanir fyrir rekstrarútgjöldum eða húsaleigusamningur
  • Valkvætt er að senda eftirfarandi gögn með umsókn:
   • Fæðingarvottorð.
   • Hjúskaparstöðuvottorð. Einstaklingar eru hvattir til að skila inn hjúskaparstöðuvottorði sínu því hjúskaparstöðuskráning getur haft áhrif á réttindi einstaklinga, og eftir atvikum barna þeirra.
  • Kröfur til skjala.

  Þegar komið er til landsins þarf að mæta í eigin persónu á skráningarstað og framvísa frumritum eftirfarandi gagna:

  • Vegabréf eða löggilt ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
  • Fæðingarvottorðs og/eða hjúskaparstöðuvottorðs hafi þeim verið skilað inn í umsóknarferlinu sjálfu.
 • Einstaklingur sem þiggur launaða þjónustu af íslenskum lögaðila eða veitir launaða þjónustu og getur framfleytt sér miðað við lágmarksframfærsluviðmið í 3 mánuði.

  Umsókn er ekki tekin til vinnslu fyrr en öll gögn hafa borist og umsækjandi komið á skráningarstað og framvísað vegabréfi og öðrum nauðsynlegum gögnum.

  Eyðublöð sem þarf að senda inn á rafrænan hátt:

  • A-270: Umsókn um skráningu í þjóðskrá til lengri tíma en þriggja mánaða. Umsækjandi skal sjálfur fylla út umsóknina og gefa upp sitt eigið netfang, því skráningarvottorð er sent með tölvupósti að skráningu lokinni. 
  • Eftirtalin gögn þarf að senda með umsókn:
   • Afrit/mynd af vegabréfi eða löggiltu ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
   •  Þjónustusamningur, þ.e. gögn sem tilgreina tegund þjónustu, tímabil og hvernig greiðslum er háttað.
   • Staðfestingu frá annaðhvort þjónustubeiðanda eða þjónustuþiggjanda.
  • Valkvætt er að senda eftirfarandi gögn með umsókn:
   • Fæðingarvottorð.
   • Hjúskaparstöðuvottorð. Einstaklingar eru hvattir til að skila inn hjúskaparstöðuvottorði sínu því hjúskaparstöðuskráning getur haft áhrif á réttindi einstaklinga, og eftir atvikum barna þeirra.
  • Kröfur til skjala.

  Þegar komið er til landsins þarf að mæta í eigin persónu á skráningarstað og framvísa frumritum eftirfarandi gagna:

  • Vegabréf eða löggilt ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
  • Hjónavígsluvottorð
  • Fæðingarvottorð hafi þeim verið skilað inn í umsóknarferlinu sjálfu.