Þjóðskrá04. maí 2018

Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum - maí 2018

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 663 einstaklinga frá 1. desember 2017 til 15. apríl 2018.

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 663 einstaklinga frá 1. desember 2017 til 15. apríl 2018. Ekki fjölgaði um jafnmarga einstaklinga á þessu tímabili í neinu öðru sveitarfélagi en hlutfallsleg aukning var um 0,5% í höfuðborginni. Kópavogur var með næst mestu fjölgun eða 387 einstaklinga og síðan Reykjanesbær með 342 einstaklinga. Sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir sveitarfélögum.

Mest hlutfallsleg aukning íbúa á tímabilinu var í Árneshreppi eða um 9,8%. Íbúum í þessum fámennasta hreppi landsins fjölgaði um 4 einstaklinga eða úr 41 í 45. Næst mest hlutfallsleg fjölgun var í Breiðdalshreppi um 4,4% eða úr 183 einstaklingum í 191. Sveitarfélög á landinu eru 74 og í 24 þeirra varð fækkun á umræddu tímabili. 

Fjölgun varð í öllum landshlutum nema einum. Hlutfallslega mest var fjölgunin á Suðurnesjum eða um 1,5% og á Suðurlandi um 0,8%. Eina fækkunin í landshluta var á Norðurlandi eystra eða um 0,1% sem er fækkun um 35 einstaklinga. 

Taflan sýnir hlutfallslegar breytingar á mannfjölda eftir landsvæðum frá 1. desember 2017 til 15. apríl 2018.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar