Þjóðskrá01. ágúst 2018

Íbúakosning í Árborg - hvar á ég að kjósa?

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni svo kjósendur í Árborg geta með einföldum hætti kannað hvort þeir eru skráðir á kjörskrá í íbúakosningunni 18. ágúst næstkomandi.

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni svo kjósendur í Árborg geta með einföldum hætti kannað hvort þeir eru skráðir á kjörskrá í  íbúakosningunni 18. ágúst næstkomandi. Ekki er flett upp í þjóðskrá heldur er flett upp í kjörskrárstofni. Að kjördegi loknum verður lokað fyrir aðgang að uppflettingunni.

Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Einnig birtast upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Kosningarétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 18. ágúst 2018, og sem skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu Árborg þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. 28. júlí 2018. Einnig eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti framangreindum skilyrðum. 


Flutningur lögheimilis eftir viðmiðunardag 28. júlí, breytir ekki skráningu á kjörskrá.

Íbúakosning í Sveitarfélaginu Árborg 18. ágúst 2018



Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar