Þjóðskrá06. september 2018

Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum - september 2018

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 1.370 á tímabilinu frá 1. desember 2017 til 1. september sl.

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 1.370 á tímabilinu frá  1. desember 2017 til 1. september sl. Hlutfallsleg aukning var um 1,1% í höfuðborginni. Það sveitarfélag sem kom næst í fjölgun íbúa var Reykjanesbær með 925 einstaklinga sem er 5,2% fjölgun í bæjarfélaginu frá 1. desember 2017.

Hlutfallslega aukning var mest í Mýrdalshreppi eða um 9,1% en íbúum þar fjölgaði úr 626 í 683.  Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúum mest í Mosfellsbæ eða um 6,3% á umræddu tímabili eða um 663. 

Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Reykhólahreppi eða um 9,7% og í Norðurþingi um 7,3%. 

Þess má geta að af öllum 72 sveitarfélögum landsins þá fækkaði íbúum í 20 sveitafélögum á umræddu tímabili. 

Fjölgun varð í öllum landshlutum nema Norðurlandi eystra. Hlutfallslega fjölgaði íbúum mest á Suðurnesjum eða um 4,3% og á Suðurlandi um 2,5%. Á Norðurlandi eystra fækkaði íbúum hins vegar um 0,4% sem er fækkun um 112 (sjá mynd). 

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2017.  
Þjóðskrá Íslands birtir hér eftir mánaðarlega upplýsingar um íbúafjölda eftir sveitafélögum.  Upplýsingarnar byggjast á skráðri búsetu einstaklinga í þjóðskrá þann 1. hvers mánaðar. 

 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar