Fólk25. janúar 2023

Íslendingar búsettir erlendis 2022

Hvar eru flestir Íslendingar skráðir með lögheimili erlendis? Listi yfir vinsælustu löndin 2022 og þróun frá árinu 2004.

Alls voru 48.951 íslenskir ríkisborgarar með skráð lögheimili erlendis þann 1. desember sl. Flestir voru skráðir í Danmörku eða alls 11.590 einstaklingar. Næst flestir eða 9.278 einstaklingar voru skráðir í Noregi og í þriðja sæti var Svíþjóð þar sem 8.933 íslenskir ríkisborgarar voru skráðir með lögheimili.

62,1% íslenskra ríkisborgara sem eru með skráð lögheimili erlendis eru á Norðurlöndunum.

 
Vinsælustu löndin

Hér má sjá vinsælustu löndin og hver þróunin hefur verið frá árinu 2004. 

Land Fjöldi Hlutfall Þróun eftir árum
1. Danmörk 11.590 23,7%

Chart

Chart with 19 data points.
The chart has 1 X axis displaying values. Data ranges from 2004 to 2022.
The chart has 1 Y axis displaying values. Data ranges from 8324 to 11590.
 
 
 
 
 
 
End of interactive chart.
2. Noregur 9.278 19%

Chart

Chart with 19 data points.
The chart has 1 X axis displaying values. Data ranges from 2004 to 2022.
The chart has 1 Y axis displaying values. Data ranges from 4396 to 10200.
 
 
 
 
 
 
End of interactive chart.
3. Svíþjóð 8.933 18,2%

Chart

Chart with 19 data points.
The chart has 1 X axis displaying values. Data ranges from 2004 to 2022.
The chart has 1 Y axis displaying values. Data ranges from 5271 to 8933.
 
 
 
 
 
 
End of interactive chart.
4. Bandaríkin 6.492 13,3%

Chart

Chart with 19 data points.
The chart has 1 X axis displaying values. Data ranges from 2004 to 2022.
The chart has 1 Y axis displaying values. Data ranges from 4791 to 6517.
 
 
 
 
 
 
End of interactive chart.
5. Bretland 2.483 5,1%

Chart

Chart with 19 data points.
The chart has 1 X axis displaying values. Data ranges from 2004 to 2022.
The chart has 1 Y axis displaying values. Data ranges from 1505 to 2483.
 
 
 
 
 
 
End of interactive chart.
Samtals Íslendingar erlendis 48.951 100%

Chart

Chart with 19 data points.
The chart has 1 X axis displaying values. Data ranges from 2004 to 2022.
The chart has 1 Y axis displaying values. Data ranges from 27243 to 43582.
 
 
 
 
 
 
End of interactive chart.
Dreifing Íslendinga erlendis

Íslenskir ríkisborgarar voru með skráð lögheimili í alls 100 löndum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna þann 1. desember 2022.

Til gamans má geta að í 15 löndum er aðeins einn íslenskur ríkisborgari með skráð lögheimili samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Þetta eru löndin Albanía, Angóla, Belís, Ekvador, Gana, Gínea, Indland, Íran, Kenía, Líbanon, Makedónía, Máritíus, Pakistan, Panama og Sómalía.

Nánar er hægt að lesa um Íslendinga erlendis í nýrri tölfræði í Þjóðskrárgáttinni

Flutningur frá Íslandi

Einstaklingum ber skylda að tilkynna til Þjóðskrár þegar flutt er úr landi, sjá nánar hér.

Athugið

Gögn miðast við íslenska ríkisborgara sem skráðir eru með lögheimili erlendis í Þjóðskrá. Tölur miðast við stöðuna 1. desember ár hvert.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar